Þriðji orkupakkinn – Vitum við hvað er rétt

Hólmgeir Karlsson skrifar

0
1644

Þegar þing kemur saman á nýju ári liggur fyrir að taka ákvörðun um þriðja orkupakkan, sem frestað var fyrir jólin vegna andstöðu. Veit fólk almennt hvað innleiðing á þriðja orkupakka ESB myndi þýða fyrir íslenskt samfélag? eða veit fólk hvað 1. og 2. orkupakkinn eru? Held að svarið við því sé NEI enda hefur skort mikið á hlutlausa og ítarlega kynningu á þessu máli.

HVAÐ ER ÞRIÐJI ORKUPAKKINN (og fyrsti og annar)

Hólmgeir Karlsson

Evrópusambandið hefur lengi unnið að sameiginlegri orkustefnu. Fyrst kom Grænbók árið 1995 þar sem að mikilvægt þótti að koma á innri markaði fyrir orku með því að setja sameiginlegar reglur og fjarlægja hindranir. Markaðurinn lyti sömu lögmálum og innri markaður Evrópusambandsins og þannig yrði tryggt að orka yrði aðgengileg notendum á sem hagkvæmastan hátt, hvort sem um væri að ræða einstaklinga eða fyrirtæki.

Í framhaldinu samþykkti Evrópuþingið og ráðherraráð Evrópusambandsins nokkrar gerðir um orkumál, einkum varðandi raforku og jarðgas. Eru þær gjarnan kallaðar fyrsti orkupakki ESB.

Meðal þeirra var tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 96/92/EB frá 19. desember 1996 um sameiginlegar reglur um innri markað á sviði raforku. Með henni var komið á samkeppni í raforkuvinnslu og fyrstu skrefin stigin til að notendur gætu valið hjá hvaða fyrirtæki þeir keyptu rafmagn. Þá voru gerðar kröfur um aðskilnað samkeppnishluta frá sérleyfisrekstri, þ.e. bókhaldslegan aðskilnað raforkuvinnslu, raforkuflutnings og raforkudreifingar. Fyrrgreind tilskipun var innleidd í íslenskan rétt árið 2003 með setningu raforkulaga nr. 65/2003.

Upp úr aldamótum fór fram endurskoðun og mat á reynslunni af fyrsta orkupakkanum. Leiddi hún til samþykktar á öðrum orkupakka ESB. Meðal gerða þar var tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/54/EB frá 26. júní 2003 um sameiginlegar reglur um innri markaðinn fyrir raforku (nefnd önnur raforkutilskipun ESB) og tók hún við af tilskipun 96/92/EB. Þar var mælt fyrir um opnun markaða og frekari aðskilnað samkeppnis- og einokunarþátta í rekstri raforkufyrirtækja, einkum rekstrarþátta dreifiveitna. Var efni hennar meðal annars innleitt í íslenskan rétt í II. og IV. kafla laga um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði nr. 58/2008.

Þriðji orkupakki ESB nú snýr í grunninn að flutningi og sölu raforku milli landa, þar sem sérstök stofnun Evrópusambandsins, ACER, hefur valdheimildir til að úrskurða í deilum um orkusölu. Vegna einangraðs orkumarkaðar hér á landi snertir þriðji orkupakkinn Ísland lítið sem ekkert við núverandi aðstæður.

EN ÞRIÐJI ORKUPAKKINN ER LÍKA MEIRA

Lögð er í þriðja orkupakkanum áhersla á að styrkja áfram innri markað fyrir raforku og að gripið verði til frekari aðgerða til að tryggja Evrópubúum sjálfbæra, örugga og samkeppnishæfa orku. Orkustefnan var jafnframt tengd 20-20-20 markmiðunum, þ.e. að árið 2020 skyldu endurnýjanlegir orkugjafar sjá ríkjunum fyrir a.m.k. 20% orkuþarfarinnar, orkunýtni skyldi aukin um 20% og losun gróðurhúsalofttegunda minnkuð um 20%.

Ef sæstrengur yrði lagður frá landinu þá yrði myndin önnur. Hver er þá staðan með þriðja orkupakkann? Um leið og sæstrengur yrði lagður frá landinu yrði myndin allt önnur því þá færðist valdið til ACER (Samstarfsstofnunar eftirlitsaðila á orkumarkaði ESB), sem er þó andstætt stjórnarskránni að margra mati þar sem slikt valdaframsal er óheimilt. Á samtengdum orkumarkaði ESB eiga allir að njóta sama aðgangs að orku og sama verðs. Því kæmi fram krafan um hækkað orkuverð hér á landi.

EN VIÐ ERUM BARA Í EES EN EKKI ESB SEGJA SUMIR,
er málið svo einfalt?

Nei hreint ekki, því í maí 2017 ákvað sameiginlega EES-nefndin að fella þriðja orkupakka Evrópusambandsins inn í EES-samninginn. EFTA-ríkin þrjú sem eiga aðild að EES – Ísland, Liechtenstein og Noregur – gerðu þá stjórnskipulegan fyrirvara við ákvörðunina og mun hún því ekki öðlast gildi fyrr en öll þrjú ríkin, Ísland, Liechtenstein og Noregur, hafa aflétt fyrirvaranum fyrir sitt leiti.

Þjóðþing Liechenstein og Noregs hafa aflétt fyrirvaranum en það hefur Alþingi ekki gert.

Hver yrði hækkun raforkuverðsins?, kem að því síðar, lítum fyrst á aðstæðurnar í Evrópu.

HVERS VEGNA HEFUR EVRÓPA ÁHUGA Á ORKU FRÁ ÍSLANDI?

 Af tölum Eurostat er auðvelt að sjá að eftirspurn eftir raforku er ört vaxandi vegna kröfu um orkuskipti, það er í umhverfisvænni orkugjafa.

 Meir en 70% af orku í Evrópu var árið 2016 framleiddu með olíu, gasi og kolum Olía 34,6% – gas 23,3% – kol 14,7% – kjarnorka 13,2% – endurnýjanleg orka 13,2% + annað 1%

 Mestu kolabrennsluþjóðirnar 2016 voru Eistland 61,1%, Pólland 49,1%, Tékkland 39,7%, Búlgaría 31,4% og langstærsti orkunotandinn Þýskaland með 24,3% af sinni orku frá kolum.

 Mestu olíubrennsluþjóðirnar 2016 voru Kýpur með 93,1%, Malta með 78,6%, Lúxemborg með 62,8%, Grikkland með 53,1% og Írland með 49,9%.

 Mestu gasbrennsluþjóðirnar eru Holland með 38,4%, Ítalía með 37,5%, Bretland með 36,7%, Ungverjaland með 31,2% og Írland með 28,6%.

 Frakkland er lang stæst í notkun kjarnorku með 41,8% hlutfall af þeim orkugjafa. Þá kemur Svíþjóð með 33,1%, Slóvakía með 23,4% og Búlgaría með 22,5% hlutfall.

 Hættta er því raunveruleg á orkuskorti í Evrópu samfara lokun mengandi orkuvera (kol og olía) ásamt umræðu um lokun kjarnorkuvara.

 Aðeins 12,5% af allri orku í löndum ESB var af endurnýjanlegum uppruna árið 2010. Markmið var þá sett á 20% árið 2020, en hlutfallið hefur ekki hækkað nema um 0,7% fram til 2016 og var þá komið í 13,2%

 Ef ESB á að takast þetta markmið þarf augljóslega að sækja hluta af hreinni orku eitthvert annað og þar mun ekki nægja að vera í pappísrleik við íslensk orkufyrirtæki þar sem menn kaupa hreinleikastimpilinn af orkunni.

 Áhugi ESB á orku frá Íslandi og Noregi ætti því ekki að koma svo mikið á óvart.

SÆSTRENGUR EÐA EKKI SÆSTRENGUR?

Lagning sæstrengs í framtíðinni er ekki ólíkleg og þekkt er að Landsvirkjun sér í því mikil tækifæri til að afsetja frá landinu hreina orku, ekki síst með því að þannig mætti nýta umframorku sem er í kerfinu vegna öryggisviðmiða sökum þess að kerfið er einangrað. Slíkt gæfi einnig færi á stóru framlagi landsins til lækkunar útblásturs gróðurhúsalofttegunda.
Formaður garðyrkjubænda hefur sagt í Morgunblaðinu að innleiðingin gæti þýtt endalok innlendrar garðyrkju vegna hækkunar raforkuverðs.

HVER YRÐI HÆKKUN RAFORKUVERÐS?

Búið er þegar að gera ítarlega útttekt á lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands „Cost benefit analysis and impact assessment“ þar sem búið er einnig að meta áhrifin á íslenskt samfélag og verðþróun á raforku til heimila og fyrirtækja. Þessi skýrsla er stimpluð sem trúnaðarmál en með réttum leitarorðum má finna hana á netinu, en hún er vistuð í Atvinnuvegaráðuneytinu.

Í skýrslunni kemur fram að líklegt sé að raforku verð myndi hækka um 7 evrur/Mwh eða jafnvel 12 evrur/Mwh eða u.þ.b. 1 til 1,70 kr pr kwh sem í dag kostrar um 7 krónur (14-24% hækkun).
Sæstrengur er þegar á lista ESB yfir verkefni „of common interests“ og Landsvirkjun er alveg meðvituð um þá vinnu því á heimasíðu Landsvirkjunar má lesa eftirfarandi:

„IceLink is on the European Union’s list of key energy infrastructure projects (Projects of Common Interest). These projects are considered essential for reaching the EU’s energy policy objectives. Benefits of being on the list include accelerated planning and permit granting and possible financial grants“

Búið er að stofna fyrirtkæki um lagningu sæstrengs milli Íslands og Bretlands ATLANTIC SUPERCONNECTION http://www.atlanticsuperconnection.com

“ATLANTIC SUPERCONNECTION BEGAN DEVELOPING THE SUPERCONNECTION IN 2012 AND STARTED WORK ON PLANS FOR THE ADVANCED MANUFACTURING FACILITY IN 2016. SINCE THEN, ATLANTIC SUPERCONNECTION HAS PROVEN THAT THE SUPERCONNECTION IS TECHNICALLY FEASIBLE BEING ONE OF THE MOST ADVANCED SUBMARINE CABLE DEVELOPMENT PROJECTS IN THE WORLD AND IS READILY FINANCABLE”

Á heimasíðu fyrirtækisins má einnig fynna þennan texta: “Ready to launch and complementary to the UK’s industrial, energy and climate change objectives, Atlantic SuperConnection will help the UK meet its growing demand for electricity, deliver security of supply, and generate over 500 jobs and wealth creation for the North East, while providing the UK with a global leadership opportunity in a quickly evolving industry.”

Fyrirtækið áformar að strengurinn verði kominn í notkun árið 2025 og verkefnið er sagt tilbúið tæknilega og klárt til fjármögnunar.

Það er einnig mjög fróðlegt að lesa um þá þætti sem þurfi að ná í höfn hjá Íslenskum og Breskum stjórnvöldum til að verkefnið fari á fullt skrið.

„Isn’t significant further work needed between the UK and Icelandic Government before this project can move forward?
The Joint Task Force between the UK and Icelandic governments has done a great job in evaluating the project and reporting back positively. However, while co-operation between the two governments is always desirable, the best approach to delivering The SuperConnection for consumers is via the private sector with appropriate funding support from HMG“

VÍÐTÆKT VALDAFRAMSAL Í ORKUMÁLUM

Samkvæmt orðum norska lagaprófessorsins Peter T. Örebech er það kristaltært að innleiðing á orkupakka Evrópusambandsins númer 3 mun leiða til þess að ACER, Orkustofnun ESB, mun ná yfirþjóðlegri stöðu á Íslandi. Það þýðir að regluverk orkupakkans mun yfirkeyra íslensk lög og standa skör hærra í lagalegu tilliti. Það felur í raun í sér algjört og mjög víðtækt valdaafsal Íslands í orkumálum. Afleiðingin yrði sú að hvaða lög og reglur sem menn kunna að setja um mögulegt bann við lagningu sæstrengs yrðu ekki pappírsins virði.

Víðtækari afleiðingar af innleiðingu þriðja orkupakkans:

 Hækkað verð á raforku til heimila og fyrirtækja á íslandi

 Vald yfir auðlyndinni skert eða jafnvel tapað

 Sundurlimun Landsvirkjunar vegna fákeppnissjónarmiða Fastlega má búast við að eftir lagningu sæstrengs yrði á forsendum ESB gerð krafa um uppskiptingu á Landsvirkjun sem yrði flokkuð sem fyrirtæki í einokunarstöðu

 Krafa kæmi um enn frekari stórvirkjanir vegna orkuskorts í Evrópu

 Risa uppbyggingu þarf á línuneti innanlands

WORST CASE SENARIO – VERSTA ÚTGÁFAN AF ÞESSU

Eru e.t.v. þeir sem berjast sem mest fyrir innleiðingu á þriðja orkupakkanum á einhvern hátt tengdir fyrirhugaðri lagningu sæstrengs, hagsmunatengsl.

Eru sömu aðilar að finna leið til að brjóta upp Landsvirkjun og koma þar á stað einkavæðingarferli? Landsvirkjun situr á gríðarlegum auðæfum, og arðsemi fyrirtækisins að vaxa hratt.

Fyrirtækið er nú að greiða um 1,5 milljarða í arð til ríkisins á ári en forstjóri þess hefur sagt að á árunum 2020 til 2026 gæti fyrirtækið hæglega greitt 110 milljarðar til eigandans.

Samantekt: Hólmgeir Karlsson, nóvember 2018