Þrettándagleði í Ljósvetningabúð.

0
77

Föstudagskvöldið 10. janúar stendur UMF Gaman og Alvara fyrir Þrettándagleði í Ljósvetningabúð, og hefst gamanið kl. 20:30 með Varðeld. Björgunarsveitin Þingey verður að vanda með glæsilega flugeldasýningu. Að öllu leyti er dagskráin hefðbundin.

Allir hafi með sér veitingar sem settar eru á sameiginlegt hlaðborð, Gaman og Alvara leggur til drykki. Börnin geta haft með sér smákökur og tekið þátt í smákökusamkeppninni, sigurvegarinn fær nafnið sitt ritað á veglegt kökukefli sem er farandgripur.

Þá verður spilað BINGÓ fram eftir kvöldi.

Það skal sérstaklega tekið fram að ALLIR eru velkomnir, bæði að flugeldasýningu og í kaffi og Bingó

IMG_0640

 

 

 

IMG_0672