Þorrablótavertíðin að hefjast

0
144

Þó svo að Þorrinn hefjist ekki fyrr en á bóndadegi, sem er föstudaginn 25. janúar, halda kvenfélagskonur á Húsavík sitt árlega þorrablót í íþróttahúsinu á Húsavík í kvöld. Fyrstu helgina í þorra verða svo haldin fjögur þorrablót sama kvöldið og einnig fjögur helgina þar á eftir, samkvæmt eftirgrennslan 641.is.

Þorra
Hefðbundinn Þorramatur

 

Eins og áður segir þjófstarta Húsvíkingar Þorranum í kvöld en hér fyrir neðan eru dagsetningar á öðrum Þorrablótum sem 641.is er kunnugt um í sýslunni.

 

 

26. Janúar blóta Bárðdælir þorra í Kiðagili, Mývetningar í Skjólbrekku, Tjörnesingar í Sólvangi og Öxfirðingar á Kópaskeri.

2. febrúar blóta Reykdælingar Þorra á Breiðumýri, Fnjóskdælir í Stórutjarnaskóla, Aðaldælir í Ýdölum og Keldhverfungar í Skúlagarði.

9. febrúar er ekkert þorrablót á dagskrá.

16. febrúar blóta svo Ljósvetningar Þorra í Ljósvetningabúð og Reykhverfungar í Heiðarbæ.