Þorrablót Þingeyjarskóla

0
192

Þorrablót Þingeyjarskóla var haldið að Ýdölum í Aðaldal í gærkvöld að viðstöddu fjölmenni. Var þetta fyrsta sameiginlega skemmtun Þingeyjarskóla frá því að hann hóf starfsemi árið 2012. Þorrablótið var ágæt skemmtun en það var með breyttu sniði og nokkuð frábrugðið því sem fólk var vant frá fyrri blótum.

Kór barna í 1-7. bekk sungu nokkur lög.
Kór barna í 1-7. bekk sungu nokkur lög.

Þorramatur stóð á tveimur hlaðborðum og gæddu gestir sér kræsingunum. Að borðhaldi loknu hófst mikill dans undir öruggri stjórn Freydísar Önnu Arngrímsdóttur, sem allir nemendur skólans, kennarar, gestir og foreldrar tóku þátt í.

Dansað dátt.
Dansað dátt.
2009-11-24 02.35.46
Þessar ungu dömur tóku þátt í dansinum.

Hljómsveitina skipuðu þeir Knútur Emil Jónasson, Guðni Bragason, Hjörtur Hólm Hermannsson og Pétur Ingólfsson. Hljómsveitin lék undir dansi og fengu nemendur tónlistardeildanna við skólann að spila eða syngja með í nokkrum lögum.

Þáttagerðarfólk frá sjónvarpsþættinum  Landanum kom til að mynda þorrablótið og taka viðtöl. Afraksturinn verður sýndur í Landanum nk. sunnudagskvöld.

Hljómsveitin og gestasöngvarar
Hljómsveitin og gestasöngvarar.
Landinn tók ma. viðtal við þennan unga dreng.
Landinn tók ma. viðtal við þennan unga dreng.