Þorrablót Ljósvetninga 2014

0
273

Þorrablót Ljósvetninga var haldið að kvöldi 8. febrúar, í ágætu veðri. Aðsókn var góð og því þétt setinn bekkurinn. Í þorrablótsnefnd voru Einar Baldvinsson Engihlíð, Hólmar V.Gunnarsson Hálsi, Aðalheiður Kjartansdóttir Staðarfelli og formaður Ólafur Arngrímsson Melhúsum. Fjöldasöngstjórar voru Sigurður Birgisson Krossi og Þórhallur Bragason Landamótsseli, þeir stjórnuðu fjöldasöng af mikilli innlifun og voru fljótir að ná upp gríðarlegu stuði. Þar sem aðeins fjórir stóðu eftir í nefndinni var Marika fengin til að syngja með og skemmta þ.á.m. lék hún á gítar  sem Hólmar bjó til úr macintosbauk og eik. Jaan lék undir söng nefndarinnar og fjöldasöng en einnig á gítar úr vindlakassa lagið Maíkvöld í Moskvuborg. Þá lék Ólafur Ingólfsson í Hlíð sjálfan sig, í stuttbuxum ber að ofan og með keðjusög. Þegar nefndin hafði lokið skemmtiatriðum sínum lék hljómsveitin Sérsveitin fyrir dansi fram á rauða nótt. En látum myndirnar tala.

Þorrablótsnefndin í setti. Ólafur lék konu til að jafna kynjaflutföllin
Þorrablótsnefndin í setti. Ólafur var í kjól og lék konu til að jafna kynjahlutföllin

 

 

 

 

 

Hólmar sýnir skóbúnað sinn og grænu gömlu jakkafötin.
Hólmar sýnir skóbúnað sinn og grænu gömlu jakkafötin.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ólafur og Einar syngja ,,Ég ætla að fá mér kærustu,, við mikinn fögnuð
Ólafur og Einar syngja ,,Ég ætla að fá mér kærustu,, við mikinn fögnuð

 

 

 

 

 

 

 

Marika lék krummi svaf í klettagjá.
Marika lék krummi svaf í klettagjá.

 

 

 

 

 

 

Sigurður Birgisson Krossi að stjórna fjöldasöng.
Sigurður Birgisson Krossi, stjórnar fjöldasöng með tilþrifum.

 

 

 

 

 

 

 

 

Þórhallur Bragason söngstjórinn eini sanni.
Þórhallur Bragason söngstjórinn eini sanni.

 

 

 

 

 

 

Einar og Hólmar dansa Svanavatnið.
Einar og Hólmar dansa Svanavatnið.

 

 

 

 

 

 

 

Nefndin rétt áður en samkoman hófst.
Nefndin rétt áður en samkoman hófst.