Bárðdælingar blótuðu Þorra í gær. Var þetta önnur tilraun til að halda Þorrablótið, því af aflýst fyrir tveimur vikum síðan vegna slæmrar veðurspár. Gerðu menn þó grín af því að þorrablótnefndin hafi bara ekkert verið alveg tilbúin með skemmtiatriðin þá, og hafi ekki heldur getað haldið blótið viku seinna því þorrablótsgestir þeirra sem voru komnir í dalinn, komust ekki heim til sín fyrr en seint og um síðir vegna ófærðar. En það gekk allt þetta vel í gær. Þorrablótsgestir streymdu að Kiðagili með trogin sín og drykkjarföng.
Það sem einkennir þorrablót í Bárðardal er kröftugur og mikill fjöldasöngur, almenn hamingja og gleði. Eftir að gestir höfðu borðað nægju sína, hóf þorrablótsnefnin að gera góðlátlegt grín að sjálfri sér og nágrönnum sínum. Farið var um víðan völl og margir fengu á sig skot. Skemmtiatriðin voru mikið í formi Hraðfrétta, auglýsinga og tilkynninga og mikið var hlegið.

- Víðikers fjölskyldan
- Hvarfs-hjónin, Jenný og Jón.
- Svartárkotsborðið. Hér næst frændurnir Magnús Svatárkoti og Sigurður Ingjaldsstöðum.
- Lundabrekku og Bjarnastaða fjölskyldur og gestir, fremst á mynd eru heiðurshjónin Sigurgeir og Hjördís Lundabrekku 1.