Þorgeir Atli íslandsmeistari í Júdó

0
141

Íslandsmótið í Júdó fór fram um s.l. helgi, í Ármannsheimilinu í Reykjavík, þar eignuðust Þingeyingar íslandsmeistara. Það var Þorgeir Atli Hávarsson frá Hriflu 3, í Þingeyjarsveit sem vann gullverðlaun í flokki undir 18 ára. Þorgeir keppti einnig í flokki undir 21 árs og varð þar í öðru sæti. þetta er feikilega góður árangur hjá Þorgeir, sem æfir hjá Júdódeild Draupnis á Akureyri. Hann byrjaði að æfa Júdó 12 ára gamall og var hann þá keyrður á æfingar til Akureryrar. Hann er nú nemandi í VMA og getur æft oftar en þegar hann var yngri, og á örugglega eftir að sýna frábæran árangur í framtíðinni.

Þorgeir Atli Hávarsson
Þorgeir Atli Hávarsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er 2 ára gömul.