Þjófnaður í Mývatnssveit upplýstur

0
154

Þjófnaðurinn sem framin var í Jarðböðunum í Mývatnssveit aðfaranótt 6. ágúst s.l. hefur verið upplýstur. Ungmenni búsett á höfuðborgarsvæðinu voru þar að verki samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

Jarðböðin í Mývatnssveit.

Nokkur hundruð þúsundum króna var stolið en ungmennin spenntu upp hurð til þess að komast að ránsfengnum. Málið var unnið í samstarfi lögreglunnar á Akureyri, Húsavík og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Vikudagur.is