Þjóðhátíðardagurinn haldinn hátíðlegur á Laugum

Myndband

0
439

17. Júní hátíðarhöld fóru fram á Laugavelli í dag samkvæmt venju. Boðið var upp á andlitsmálun og gasblöðrur fyrir börn og svo var farið í skrúðgöngu á íþróttavellinum.

Fjallkonan var að þessu sinni Gerður Björg Harðardóttir og flutti hún ljóðið Lífsþor eftir Arnar Grétar Finnsson. Eva Sól Pétursdottir var ræðumaður dagsins.

Farið var í leiki fyrir börnin, og síðan var boðið upp á kvikmyndasýningu fyrir börn í Þróttó og golfmót fyrir þá eldri á golfvellinum.

Hér fyrir neðan má sjá Fjallkonuna flytja ljóðið Lífsþor.

 

 

 

 

Eva Sól Pétursdóttir