Þjóðhátíðardagurinn á Laugum

0
334

Samkvæmt venju var haldið upp á Þjóðhátíðardaginn 17. júní í gær á Laugum. Dagskráin sem var í umsjá UMF Eflingar var nokkuð hefðbundin. Krakkar gátu fengið sér gasblöðrur og andlitmálun áður en gengið var í skrúðgöngu inn á íþróttavöllinn þar sem skemmtidagskráin fór fram.

Fjallkonan, Erla Ingileif Harðardóttir
Fjallkonan, Erla Ingileif Harðardóttir

Þar var farið í ýmsa leiki, fjallkonan flutti ljóð og Hanna Þórsteinsdóttir flutti hátíðarræðu í tilefni dagsins. Gestir gátu síðan fengið sér grillaðar pylsur og drykki á eftir. Kvikmyndasýning var í Þróttó fyrir börnin að lokinni skemmtidagskrá og golfmót fyrir áhugasama. Konráð Erlendsson tók meðfylgjandi myndir í gær.

Frá hátíðarsvæðinu
Frá hátíðarsvæðinu
Blöðrur og andlitsmálning
Blöðrur og andlitsmálning
17. júní 2015 2
Gestir að koma sér fyrir