Þingeyskir vegir fá flestir aðeins 1 eða 2 stjörnur í úttekt EuroRAP

Aðeins tveir stuttir vegkaflar fá 4 stjörnur

0
488

Sam­kvæmt Eur­oRAP ör­ygg­is­mat­i á 4.200 kílómetrum af þjóðvegakerfinu á Íslandi er mörgu ábóta­vant í ís­lenska vega­kerf­inu, en hægt er að sjá stjörnu­gjöf þessara veg­kafla á vef EuroRAP. Vegirnir voru kortlagðir á ár­un­um 2012-2017 með bíl sem út­bú­inn er mynd­bands­upp­töku­vél­um. frá þessu segir á mbl.is

641.is kannaði sérstaklega vegi í Þingeyjarsýslu og kanski kemur það engum á óvart að enginn vegur eða vegkafli í Þingeyjarsýslu fær 5 störnur í einkunn. Örstuttur kafli á Laugum og enn styttri kafli á Raufarhöfn fá 4 stjörnur í einkunn á meðan að allir aðrir vegir sem skoðaðir voru fá þrjár stjörnur eða minna. Raunar er það svo að næstum því allt vegakerfið sem tekið var út í Þingeyjarsýslu fær aðeins 1 eða 2 stjörnur í einkunn. (sjá mynd 1 og 2)

Ef vegkaflinn milli Húsavíkur og Akureyrar er skoðaður sérstaklega sést að vegurinn fær 1 til 2 stjörnur í einkunn að lang mestu leiti. Aðeins stuttur kafli í Aðaldalshrauni fær 3 stjörnur í einkunn og stuttur kafli í og við Húsavík

Ef vegurinn frá Húsavík austur til Raufarhafnar og Þórshafnar er skoðaður fær hann aðeins betri einkunn heldur en vegurinn milli Húsavíkur og Akureyrar, því nokkrir kaflar á veginum austur frá Húsavík fá 3 stjörnur í einkunn. (Sjá mynd hér að neðan)

Vegir í Norður-Þingeyjarsýslu fá skárri einkunn. smella á mynd til að skoða stærri útgáfu

Ef þjóðvegur 1. frá Akureyri til Egilsstaða er skoðaður sérstaklega, sést að hann fær ekki góða einkunn. Vegurinn er metinn 1 til 2 stjörnu vegur næstum því alla leið. Ef undan er skilinn stuttur kafli upp á 4. stjörnur á Laugum, er kaflinn rétt við brúna yfir Jöklusá á Fjöllum og síðan vegurinn í gegnum Fellabæ rétt við Egilsstaði, einu staðirnir sem ná 3 stjörnum í einkunn á allri þessari leið.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum úr gagangrunninum voru margir vegir ekki teknir út af EuroRAP, eins og td. Bárðardalsvegir báðir, vegurinn í Út-kinn, Fnjóskadalur og Kísilvegur. Hefðu þessir vegir verið með í úttektinni hefðu þeir sennilega fengið nokkrar mínus stjörnur.

Athygli skal vakinn á því að til þess að skoða betur hvaða vegir fá stjörnugjöf, þarf að skrá sig inn á vef EuroRAP

Einkunnagjöf vega í Þingeyjarsýslu, Mynd 1.

Stjörnugjöf.

1 stjarna svartur
2 stjörnur rauður
3 stjörnur ljósbrúnn
4 stjörnur gulur
5 stjörnur grænn