Þingeyskir sauðfjárbændur telja að Norðlenska brjóti viðskiptasamninga

0
1210

Í lok janúar sl. skoruðu félög sauðfjárbænda á norður og austurlandi á Norðlenska að greiða uppbót á haustinnlegg 2018 til innleggjenda, að lágmarki sambærilega og hjá öðrum sláturleyfishöfum. Stjórn Norðlenska hefur ákveðið að gera það ekki.

Á aðalfundi félags sauðfjárbænda í Suður-Þing sem haldinn var í gærkvöld var samþykkt harðorð ályktun þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun Norðlenska að greiða ekki uppbót á afurðir sauðfjárbænda til innleggjenda.

“Aðalfundur Félags Sauðfjábænda í Suður-Þing haldin í Seiglu 12 mars 2019 mótmælir þeirri ákvörðun Stjórnar Norðlenska að greiða ekki uppbót á afurðir sauðfjárbænda haustsins 2018. Félagið minnir á að í viðskiptasamning bænda við Norðlenska stendur að Norðlenska tryggi sínum viðskiptavinum sambærilegt afurðaverð og aðrar afurðastövar. Með þessari ákvörðum er það ekki gert og er það brot á viðskiptasamningum”.