Þingeysk þríþraut á Laugum

0
368

Um helgina stóð golfdeild Eflingar fyrir keppninni Þingeysk þríþraut á Laugum. Alls voru skráðir 24 keppendur til leiks en 2 forfölluðust á síðustu stundu.

Sif Heiðarsdóttir frá Húsavík að hjóla 20 km í hálfri þríþraut.
Sif Heiðarsdóttir frá Húsavík að hjóla 20 km í hálfri þríþraut.

Veður var ágæt, eilítið kalt með norðan vindi, en þurrt og aðstæður bara fínar. Keppt var í þremur greinum, ólympískri þríþraut þar sem keppendur synda 1500 m, hjóla 40 km og hlaupa 10 km, síðan hálf-ólympískri þríþraut þar sem keppendur synda 750 m, hjóla 20 km og hlaupa 5 km og að síðan var einnig keppt í 32 km fjallahjólakeppni.

Keppnin var jöfn og spennandi og litlu munaði á fyrstu mönnum, m.a. í karlaflokki í ólympískri þríþraut og í fjallahjólakeppninni þar sem einungis 1 sekúnda skildi að fyrsta og annað sætið.

Þórhallur Kristjánsson að koma í mark í fjallahjólakeppninni.
.Hákon Hrafn Sigurðsson.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Helstu úrslit urðu þau að Hákon Hrafn Sigurðsson og Alma María Rögnvaldsdóttir urðu fyrst karla og kvenna í ólympískri þríþraut, Atli Steinn Sveinbjörnsson og Sonja Sif Jóhannsdóttir urðu fyrst karla og kvenna í hálf-ólympískri þríþraut og Halldór G. Halldórsson varð fyrstur í fjallahjólakeppninni.

Sonja Sif á hlaupum.
Sonja Sif á hlaupum.