Þingeyjarsveit verður með lið í Útsvari í vetur í fyrsta sinn

0
326

Þingeyjarsveit mun í fyrsta sinn senda lið til keppni í spurningaþættinum Útsvari sem notið hefur mikilla vinsælda undanfarin ár á Rúv í vetur, en fyrsti þátturinn af Útsvari er einmitt á dagskrá á Rúv nú í kvöld. Samkvæmt heimildum 641.is er nánast frágengið hverjir munu skipa lið Þingeyjarsveitar.

utsvar

Arnór Benónýsson oddviti Þingeyjarsveitar vildi ekkert segja um hverjir skipa liðið þegar 641.is bar þetta undir hann í kvöld, en hann taldi það vera öflugt og ekki hefði þurft að ganga mikið á eftir þeim sem valdir voru. Að hans sögn mun Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri Þingeyjarsveitar segja frá því hverjir voru valdir, í fréttabréfi Þingeyjarsveitar sem von er á fljótlega.

 

Ekki er ljóst á þessari stundu hvenær lið úr Þingeyjarsveit þreytir frumraun sína í Útsvari, né heldur hverjir andstæðingarnir verða.

641.is mun að sjálfsögðu segja frá því hverjir koma til með að keppa fyrir hönd Þingeyjarsveitar í Útsvari um leið og það verður opinberað.