Þingeyjarsveit verður ekki með í Útsvari í ár

0
657

Þingeyjarsveit verður ekki með í sjónvarpsþættinum Útsvari í ár. Það er ekki vegna lélegrar frammistöðu í fyrra heldur vegna þess að minni sveitarfélög fara í pott og eru svo dregin út. Í fyrra var Þingeyjarsveit dregin út og boðið að vera með en ekki í ár.

Sjónvarpsáhorfendur mun því ekki njóta visku þeirra Þorgríms, Hönnu og Sigurbjörns á skjánum í vetur.

Ef listinn yfir þau sveitarfélög sem eru með í Útsvari í ár er skoðaður má sjá að frekar fá sveitarfélög af Norðulandi eru með núna. Dalvík og Skagafjörður eru einu liðin af Norðurlandi sem eru með í þættinum í ár.