Þingeyjarsveit – Starf skrifstofustjóra auglýst laust til umsóknar

0
175

Þingeyjarsveit auglýsir laust til umsóknar starf skrifstofustjóra á skrifstofu sveitarfélagsins.

Þingeyjarsveit stórt

 

Skrifstofustjóri er yfirmaður reikningshalds, stýrir bókhaldsvinnu og er ábyrgur fyrir því að bókhald sé fært samkvæmt gildandi lögum og reglum. Skrifstofustjóri er staðgengill sveitarstjóra. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Menntunar- og hæfniskröfur:

· Þekking og reynsla af stjórnsýslu og fjármálum sveitarfélaga
· Þekking og reynsla af bókhaldi og fjárhagsáætlunargerð sveitarfélaga
· Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
· Reynsla á sviði mannauðsmála kostur
· Góð tölvukunnátta (Excel, Navision)
· Góð samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
· Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
· Nákvæmni í vinnubrögðum

Í boði er spennandi starf fyrir einstakling sem hefur metnað til að sýna árangur í starfi.  Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri í síma 464 3322 og 862 0025.

Umsóknarfrestur er til og með 10. mars n.k.

Skriflegar umsóknir berist skrifstofu Þingeyjarsveitar, Kjarna 650 Laugar eða á netfangið: dagbjort@thingeyjarsveit.is