Þingeyjarsveit mætir Snæfellsbæ í Útsvari 2. desember

0
298

Útsvarslið Þingeyjarsveitar mun þreyta frumraun sína í spurningakeppninni Útsvari eftir viku, kl. 20:00 föstudagskvöldið 2. desember, á Rúv. Mótherjar þeirra verður lið Snæfellsbæjar, samkvæmt vef þáttarins.

Hanna Sigrún Helgadóttir framhaldsskólakennari á Laugum, Þorgrímur Daníelsson sóknarprestur á Grenjaðarstað og Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari Framhaldsskólans á Laugum skipa Útsvarslið Þingeyjarsveitar.

Ljóst er að takist þeim Hönnu, Þorgrími og Sigurbirni að vinna Snæfellinga kemst liðið í aðra umferð. Tapi liðið þarf það að ná amk. 54 stigum til þess að vera eitt af fjórum stigahæstu tapliðinum til komast áfram í næstu umferð og ekki er víst að það dugi einu sinni til, þar sem tvær aðrar viðureignir eiga eftir að fara fram og hugsanlega fá tapliðin í þeim viðureignum 54 stig eða meira.

Í kvöld kl 20.00 eigast við Garðabær og Hornafjörður og lokaþátturinn í 1. umferðinni fer fram 9. desember en þá mætast Vesmannaeyjar og Kópavogur.