Þingeyjarsveit – Kári Marís greiðir hæstu opinberu gjöldin

0
409

Kári Marís Guðmundsson verkfræðingur á Laugum greiðir hæstu opinberu gjöldin í ár af íbúum Þingeyjarsveitar, samkvæmt samantekt 641.is. Hermóður Jón Hilmarsson flugmaður Árnesi, kemur þar á eftir og Hallur Birkir Reynisson Laugum kennari og fyrrverandi skólameistari, er þriðji.

rsk logo litur - nýtt

 

Kári Marís greiðir rúmar 6 milljónir króna, Hermóður rúmar 5 og Hallur Birkir 4,7 milljónir króna. Upplýsingarnar eru fengnar úr álagningarskrám ríkisskattstjóra.

 

Tíu gjaldahæstu einstaklingarnir í Þingeyjasveit 2015:

Kári Marís Guðmundsson verkfræðingur 6.300.967 kr
Hermóður Jón Hilmarsson flugmaður 5.063.800 kr
Hallur Birkir Reynisson kennari og fyrrv. skólameistari 4.721.148 kr
Arnór Benónýsson oddviti og kennari 4.626.722
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri 4.560.062 kr
Kristján Skarphéðinsson bormaður 4.542.359 kr
Andrés Bjarnason vélstjóri 4.465.300 kr
Harpa Þorbjörg Hólmgrímsdóttir kennari og fyrrv. skólastjóri 4.212.286 kr
Kristrún Erla Sigurðardóttir læknir 4.174.730 kr
Ari Teitsson bóndi 4.150.285 kr

Kári Marís vermir einnig toppsætið yfir tíu tekjuhæstu einstaklingana í Þingeyjarsveit. Hermóður er annar og Hallur þriðji. (Listinn er unnin upp úr álagningarskrá ríkisskattstjóra) 

Kári Marís Guðmundsson verkfræðingur 1.377.142 kr
Hermóður Jón Hilmarsson flugmaður 1.154.566 kr
Hallur Birkir Reynisson kennari og fyrrv. skólameistari 1.129.915 kr
Arnór Benónýsson oddviti og kennari 1.086.909 kr
Andrés Bjarnason vélstjóri 1.081.249 kr
Dagbjört Jónsdóttir sveitarstjóri 1.072.775 kr
Kristján Skarphéðinsson bormaður1.057.417 kr
Kristrún Erla Sigurðardóttir læknir 1.020.440 kr
Harpa Þorbjörg Hólmgrímsdóttir kennari og fyrrv. skólastjóri 1.011.243 kr
Ari Teitsson bóndi 973.910 kr

 

Miðað er við tölur úr álagningarskrám ríkisskattstjóra. Tölurnar eru birtar með fyrirvara um kærumál vegna útreikninga embættisins og ásláttarvillur. Tekjurnar eru gefnar upp í krónum á mánuði.

2015