Þingeyjarsveit hlýtur umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2020 fyrir uppbyggingu við Goðafoss

0
147

Föstudaginn 6. nóvember var tilkynnt hver myndi hljóta Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu fyrir árið 2020. Ferðamálastofa hefur ákveðið að verðlaunin komi að þessu sinni í hlut Þingeyjarsveitar fyrir uppbyggingu innviða við Goðafoss, sem sveitarfélagið hefur staðið fyrir á síðustu árum.

Goðafoss

Á vef Ferðamálstofu segir að verkefnið hafi verið afar umfangsmikið og fól í sér endurbætur á umhverfi Goðafoss beggja megin til að vernda viðkvæma náttúru, bæta ásýnd staðarins og tryggja öryggi ferðamanna. Mjög vel var að verki staðið þar sem heimamenn og fagaðilar unnu náið saman allan tímann til að skapa umhverfi sem bæði er aðgengilegt og öruggt fyrir ferðamanninn. Útsýnið að fossinum er óhindrað og hægt er að skoða hann allt árið.

Á ársgrundvelli er áætlað að um 500 þúsund manns heimsæki staðinn.

Sjá má fleiri myndir á vef Ferðamálstofu.