Þingeyjarsveit gefur út nýtt framkvæmdaleyfi vegna Þeistareykjalínu 1

0
146

203. fundur sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar var haldinn í dag. Aðeins eitt mál var á dagskrá en það var fundargerð Skipulags- og umhverfisnefndar Þingeyjarsveitar frá því fyrir hádegi í dag.

Hólasandur - Tölvugerð mynd
Hólasandur – Tölvugerð mynd

Á þeim fundi var tekin fyrir framkvæmdaleyfisumsókn frá Landsneti þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir Þeistareykjalínu 1, 220 kV háspennulínu, sbr. einnig erindi Landsnets dags. 28. október 2016, um að framkvæmdaleyfisumsókn skuli tekin til málsmeðferðar að nýju, eftir að úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27. október 2016,  í máli nr. 95/2016, felldi ákvörðun sveitarstjórnar, dags. 13. apríl 2016, úr gildi.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og bókun Skipulags- og umhverfisnefndar og samþykkir umsókn Landsnets vegna Þeistareykjalínu 1.  og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Sjá nánar í fundargerð 203. fundar sveitarstjórnar