Þingeyjarsveit áttunda besta sveitarfélagið

0
67

Í vikuritinu Vísbendingu frá 5. nóvember sl. kemur fram að Þingeyjarsveit er í áttunda sæti á lista yfir helstu “draumasveitarfélög” landsins þegar mið er tekið af fjárhagsstöðu þeirra. Einnig kemur fram að mörg sveitarfélög á Íslandi standi illa eftir efnahagshrunið en að flest hafi þau tekið á sínum málum og ýmislegt horfi til betri vegar.

Í þessari árlegu úttekt fengu nú sautján sveitarfélög, eða rétt tæplega helmingur af þeim 36 stærstu, hærra en fimm í einkunn. Árið 2011 voru þau aðeins þrettán og níu árið þar á undan.

Röð sveitarfélaganna er þessi:

1. Garðabær 9,0
2. Akureyri 7,2
3. Snæfellsbær 6,8
4. Hornafjörður 6,7
5. Akranes 6,7
6. Dalvíkurbyggð 6,7
7. Eyjafjarðarsveit 6,3
8. Þingeyjarsveit 6,0
9. Seltjarnarnes 5,7
10. Vesmannaaeyjar 5,4
11. Fjallabyggð 5,4
12. Ölfus 5,4
13. Fjarðarbyggð 5,1
14. Borgarnes 5,1
15. Húnaþing vestra 5,1
16. Árborg 5,0
17. Reykjavík 5,0
18. Mosfellsbær 4,8
19. Hveragerði 4,6
20. Vogar 4,5
21. Vesturbyggð 4,4
22. Kópavogur 4,3
23. Rangárþing eystra 4,2
24. Bláskógarbyggð 3,9
25. Garður 3,9
26. Norðurþing 3,9
27. Skagafjörður 3,8
28. Hafnarfjörður 3,7
29. Ísafjarðarbær 3,7
30. Grindavíkurbær 3,7
31. Stykkishólmur 3,6
32. Rangárþing ytra 3,4
33. Reykjanesbær 3,4
34. Álftanes 3,1
35. Fljótsdalshérað 2,7
36. Sandgerði 2,5