Þingeyjarsveit – A-listi Samstöðu fékk fjóra menn og Ð-listi Framtíðarinnar fékk þrjá menn.

Konur í meirihluta í nýrri sveitarstjórn

0
647

Úrslit úr sveitarstjórnarkosningunum í Þingeyjarsveit liggja fyrir.

A-listi Samstöðu fékk 319 atkvæði (58%) og fjóra menn kjörna. Ð-listi Framtíðarinnar fékk 217 atkvæði (39%) og þrjá menn kjörna. Auðir og ógildir voru 14 (3%).

Á kjörskrá voru 676. Atkvæði greiddu 550. Kjörsókn var því 81,36%

Arnór Benónýsson, Margrét Bjarnadóttir, Árni Pétur Hilmarsson og Helga Sveinbjörnsdóttir náðu kjöri fyrir A-lista Samstöðu

Í kosningunum 2014 fékk A-listi Samstöðu 5 menn kjörna og missa því einn núna. 2014 fékk T-listi Sveitunga tvo menn, en hann bauð ekki fram núna.

Jóna Björg Hlöðversdóttir, Sigurður Hlynur Snæbjörnsson og Hanna Stefánsdóttir náðu kjöri fyrir Ð-lista Framtíðarinnar

Konur í meirihluta

Helga Sveinbjörnsdóttir af A-lista og þær Jóna Björg Hlöðversdóttir og Hanna Stefánsdóttir af Ð-lista koma nýjar inn í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar. Þær þrjá ásamt Margréti Bjarnadóttur af A-lista mynda því kvenna meirihluta í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar.

Ný sveitarstjórn þingeyjarsveitar lítur því svona úr:

Arnór Benónýsson                   A-lista
Jóna Björg Hlöðversdóttir         Ð-lista
Margrét Bjarnadóttir                A-lista
Sigurður Hlynur Snæbjörnsson Ð-lista
Árni Pétur Hilmarsson              A-lista
Helga Sveinbjörnsdóttir           A-lista
Hanna Jóna Stefánsdóttir        Ð-lista

Mynd: Rúv.is

Kjörstjórn Þingeyjarsveitar sendi út beit á fésbókarsíðu Þingeyjarsveitar frá kjörstað þegar fyrstu tölur voru lesnar upp og líka þegar lokatölur lágu fyrir upp úr kl 23:00 í gærkvöld. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi háttur var hafður á í sveitarstjórnarkosningum í Þingeyjarsveit og vonandi verður framhald á því.