„Þess á milli skríður seðlabankastjóri í híði sitt“

0
103

Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar-stéttarfélags fer hörðum orðum um afstöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til kjaramála almenns launafólks í viðtali við Skarp, sem kom út í fyrradag. Seðlabankastjóri hefur tjáð sig um komandi kjaraviðræður, hann segir nauðsynlegt að semja um „hóflegar“ kjarabætur á almennum vinnumarkaði. Í sama streng hafa Samtök atvinnulífsins tekið. Frá þessu er sagt á Framsýnarvefnum

Aðalsteinn Árni Baldursson
Aðalsteinn Árni Baldursson

 

„Þetta er bara gömul tugga. Seðlabankastjórinn virðist vera eins og björninn, hann heldur sér vakandi þegar verkalýðshreyfingin er að móta sína kröfugerð fyrir láglaunafólkið í landinu. Þess á milli skríður bankastjórinn í híði sitt og sefur vært, svo sem þegar kennarar, flugmenn, og læknar hafa verið að semja um sín kjör. Staðreyndin er sú að millistjórnendur og stjórnendur hafa hækkað gríðarlega í launum og stjórna í raun og veru launaskriðinu,“ segir Aðalsteinn ma. í viðtali við Skarp.

 

 

Í vikunni stóð Framsýn fyrir félagsfundi um kjaramál í gær. Í upphafi fundar voru fundarmenn beðnir um að taka þátt í leynilegri launakönnun. Sé tekið meðaltal svarenda kemur í ljós að menn telja að grunnlaun þurfi að vera kr. 311.244,- á mánuði og að samið verði til allt að þriggja ára.

Reiknar með átökum á vinnumarkaði.