Þekkingarnet Þingeyinga hefur opnað nýja heimasíðu á léni sínuwww.hac.is. Unnið hefur verið að endurnýjun síðunnar síðastliðna mánuði í samstarfi við Arngrím Arnarson hjá Blokkinni. Síðan byggir á svonefndu WordPress vefumsjónarkerfi og er einföld í sniðum en vonandi skýr og upplýsandi fyrir notendur.
Eldri síða Þekkingarnetsins var komin til ára sinna og þarfnaðist uppfærslu bæði efnislega og tæknilega.
Ein meginbreytingin með nýrri síðu er sú að hafa góða tengingu yfir á Facebook-síðu Þekkingarnetsins, sem hýsir fregnir, myndir og samskipti um starfsemi stofnunarinnar.