Tap fyrir Eyfirðingum

0
55

Í dag fór fram héraðskeppni í skák milli Þingeyinga og Eyfirðinga í Stórutjarnaskóla. Var þetta fyrsta formlega héraðskeppnin í flokki 16 ára og yngri. Bæði lið mættu með 12 keppendur og var þeim skipt í tvo hópa, reyndari keppendur og hóp með minni keppnisreynslu.

Lið Þingeyinga í dag.
Lið Þingeyinga í dag.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allir tefldu við alla í hópi andstæðinganna, alls 6 skákir og voru tímamörkin 10 mín á mann. Eyfirðingar unnu nokkuð öruggan sigur í hóp reyndari keppenda og fengu þeir 28 vinninga geng 8 vinningum Þingeyinga. Mun jafnari keppni var í flokki keppenda með minni keppnisreynslu og réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu umferð. Eyfirðingar höfðu þó betur og fengu 19 vinninga en Þingeyingar 17.

Sjá nánar á heimasíðu Skákfélagsins Goðans-Máta