Svavar bikarmeistari í vaxtarækt

0
321

Svavar Ingvarsson frá Halldórsstöðum í Bárðardal vann sigur í unglingaflokki í vaxtarrækt á Bikarmóti IFBB sem fram fór í Háskólabíói helgina 16-18 nóvember sl. Magnús Bess vann mjög afgerandi sigur í heildarkeppninni í vaxtarrækt en Svavar Ingvarsson sigurvegari í unglingaflokki varð fimmti.

Svavar Ingvarsson helmassaður og skorinn.

Svavar sagði, í stuttu spjalli við 641.is í morgun, að hann væri búinn að æfa stíft í nokkur ár og hann væri gríðarlega ánægður með árangurinn á mótinu. Hann æfir tvisvar á dag og hann þarf að passa mjög vel upp á matarræðið fyrir svona keppnir.

Svavar er í íþróttafræðinámi við Háskóla Íslands á Laugarvatni.

Sjá nánar um mótið hér  og hér