Svar við opnu bréfi Aðalsteins Más

0
87

Svar við opinni fyrirspurn Aðalsteins Más Þorsteinssonar til A- lista Samstöðu. Sæll Aðalsteinn og þakka þér tilskrifin. Fyrst er rétt að benda á að Samstaða er þegar búin að bjóða upp á opinn íbúafund, það var gert í Ljósvetningabúð í apíl.  Samstaða bauð Sveitungum upp á að halda sameiginlegan opinn íbúafund, því var hafnað.

Samstaða 2014

Samstaða býður upp á spjallfundi í Golfskálanum í Lundi þriðjudagskvöldið 27. maí klukkan 20.30, Veiðiheimilinu í Nesi fimmtudaginn 29.maí klukkan 14.00 og í Kiðagili fimmtudagskvöldið 29. maí kl. 20:30. Þessir fundir eru opnir öllum íbúum Þingeyjarsveitar.

Svo allt sé með sem skýrustum hætti eru spurningar þínar feitletrarðar og svör okkar koma þar á eftir.

Samstaða hyggst (nái hún meirihluta í sveitarstjórn), í kjölfar íbúakosninga á skólasvæði Þingeyjarskóla, taka ákvörðun um það hvort Þingeyjarskóli flytjist allur á Hafralæk eða Lauga (kjósi íbúarnir að hann verði á einni starfstöð). Ákvörðun sína ætlar Samstaða að taka með hagkvæmni að leiðarljósi út frá mati á faglegum, fjárhagslegum og félagslegum þáttum.

 1. Hver mun framkvæma matið sem þarf að fara fram? Matið kemur til með að verða framkvæmt af óháðum sérfræðingum, við höfum ekki gengið til samninga við þáþar sem kosningum er ekki lokið.
 2. Verður það unnið samhliða því mati sem á að fara fram fyrir íbúakosningarnar og á að tryggja að íbúarnir taki sem upplýsasta ákvörðun eða ekki fyrr en eftir íbúakostningar ?  Það er eitt og sama matið og því geta íbúarnir tekið upplýsta ákvörðun, byggða á málefnanlegum rökum.  Þetta teljum við að sé jákvætt skref til aukins íbúalýðræðis í sveitafélaginu.
 3. Hvers vegna fá íbúarnir ekki að kjósa út frá því mati sem Samstaða hyggst síðan taka ákvörðun sína út frá, þ.e. að fá uppgefið staðsetninguna sem er hagkvæmari áður en þeir kjósa?   Íbúarnir fá að kjósa út frá því mati.
 4. Hvers vegna hyggst Samstaða etja íbúum saman í kosningu um viðkvæmt mál fyrst hún er reiðubúin að taka erfiða ákvörðun um málið byggða á greinargerð sérfræðinga ef þátttaka í íbúakosningunni nær ekki 50%?   Samstaða er alls ekki að etja íbúum saman. Við bjóðum þeim að taka þátt í lýðræðislegri ákvörðun um framtíðarskipan fræðslumála í sveitafélaginu.     Deilur um skólamál eru ekki nýtilkomnar og við getum ekki með nokkrum móti skilið afhverju íbúar ættu ekki að fá að kjósa um þetta mikilvæga mál.
 5. Af hverju, fyrst hægt er að fá slíka greinargerð, lét núverandi meirihluti ekki gera það áður en hann tók ákvörðun um sameiningu skólanna fyrir tveimur árum og tók ákvörðun þá byggða á slíku mati?  Vegna þess að núverandi meirihluti lofaði því að engar breytingar yrðu á staðsetningu skólahalds á kjörtímabilinu og Samstaða stendur við gefin loforð. Núverandi stefna er ný, tekin af því fólki sem nú starfar í Samstöðu og þar af leiðandi höfum við hvorki haft ráðrúm né umboð til þess að fara út í slíka greinargerð.

Hvers vegna telur Samstaða að leikskóli einn og sér án grunnskóla (á Hafralæk eða Laugum í framtíðinni fari grunnskóladeildir Þingeyjarskóla báðar undir eitt þak á hinum staðnum) sé ekki fámenn og veik eining en að sameiginlegur leik- og grunnskóli fyrir t.d. 1.-7. bekk sé það?

 1. Er það álit Samstöðu að fámenn eining sé alltaf veik eining eða eru bara sumar fámennar einingar veikar?  Eðli grunnskóla og leikskóla er ekki sú sama. Grunnskóli er lögbundin þjónusta þar sem nemendum ber skylda til að sækja skólann en leikskóli er ekki lögbundin þjónusta auk þess sem forráðamönnum er valfrjálst hvort þeir nýti sér leikskólann eða ekki og þurfa að greiða fyrir þjónustuna.
 2. Hvað gerist svona stórkostlegt í þroska barna við sex ára aldur sem gerir það að verkum að skóli fyrir 1-5 ára er nærþjónusta en fyrir 6 ára og eldri hugsanlega ekki?  Lögboðin fræðsluskylda hefst við 6 ára.  Þar sem leikskóli er ekki lögbundinn þjónusta þá er ekki skipulagður skólaakstur fyrir leikskólabörn.  Þar af leiðir að akstursþjónusta er ekki sú sama.  Forráðamenn þurfa að koma barni sínu sjálfir í leikskóla, en skólabíll sér um að koma nemendum í grunnskóla.  Mikilvægt er að forráðamenn þurfi ekki að aka langar vegalengdir í leikskólann áður en þeir komast til vinnu. Við hjá Samstöðu höfum mikinn metnað fyrir starfsemi leikskólanna í sveitarfélaginu, enda teljum við að þar sé unniðmetnaðarfullt og faglegt starf.

Samstaða greinir frá væntingum um fjölgun íbúa á skólasvæði Stórutjarnaskóla með tilkomu Vaðlaheiðarganga og er það talið upp sem ein af ástæðum þess að ekki kemur til greina að samreka skólann með öðrum skólum sveitarfélagsins. Þetta vekur hjá mér nokkrar spurningar.

 1. Á Þingeyarsveit, eða hyggst Samstaða láta Þingeyjarsveit kaupa, land á skólasvæði Stórutjarnaskóla til þess að skipuleggja íbúabyggð og stýra með því hvar byggð eflist eða treystir Samstaða á tilviljunarkennda jákvæða þróun í kjölfar gangnanna drifna áfram af landeigendum á svæði Stórutjarnaskóla eingöngu? Ef þú skoðar aðalskipulag Þingeyjarsveitar þá sérðu að á öllum skilgreindum þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu eru skipulagðar byggingarlóðir sem eru í eigu sveitarfélagins. Þessir skilgreindu þéttbýliskjarnar eru: Laugar, Stórutjarnir og Iðjugerði. Þess fyrir utan mun Samstaða fagna einkaframtaki í þessum efnum.
 2. Hvar er að finna skýrslur um afleiðingar á tilkomu Vaðlaheiðagangna sem boða fjölgun íbúa á skólasvæði Stórutjarnaskóla umfram fjölgun á skólasvæði Hafralækjarskóla eða Litlulaugaskóla? Við vitum ekki til þess að nein slík skýrsla sé til enda erum við að vitna til væntinga íbúa m.a. á skólasvæði Stórutjarnaskóla sem og væntinga okkar í Samstöðu um íbúafjölgun í sveitarfélaginu öllu. Við erum ekki að vitna til skýrslu.
 3.  Segja skýrslur og reynslan annars staðar frá að aldurssamsetning þeirra sem væntanlegt er að flytji inn á skólasvæði Stórutjarnaskóla sé þannig að börn á grunnskólaaldri verði mörg í þeim hópi?  Það er óumdeilt að jarðgöng geta haft mikil áhrif, þau m.a. stækka atvinnusvæði og atvinna er ein af meginforsendum fyrir búsetu. Við tökumaftur fram að þetta eru væntingar. Þetta er ekki byggt á skýrslum.
 4. Hvar má finna dæmi þess frá nágrannalöndum okkar þar sem jarðgöng hafa þau áhrif sem gefið er í skyn að Vaðlaheiðagöng muni hafa á skólasvæði Stórutjarnaskóla umfram hin? Okkur er ókunnugt um dæmi frá nágrannalöndum.
 5. Hefði væntanleg uppbygging á Þeystareykjum og Bakka, sem nú er að verða að veruleika, ekki átt að fría Hafralækjaskóla á sama hátt frá þeim breytingum sem búið er að fara í líkt og Vaðlaheiðagöng virðast gera, í augum Samstöðu, með Stórutjarnaskóla? Skólastefna Samstöðu er ekki sett fram til að fría einhvern og hygla öðrum.  Vegna landfræðilegra þátta og hve vegalengdir í sveitafélaginu eru miklar teljum við ekki raunhæft að velta upp möguleikanum á einum skóla sem starfræktur yrði miðssvæðis í sveitafélaginu. Þess vegna er það stefna Samstöðu að reka tvo skóla. Ef það verður fjölgun á skólasvæðum í Þingeyjarsveit eins og við að sjálfsögðu vonum, þá erum við vel í stakk búinn til að taka við þeirri fjölgun sama hvar hún kemur fram.

Vonum að svör okkar hjálpi þér við að taka ákvörðun þann 31. maí næstkomandi.

Bestu kveðjur

X A -Samstaða.