Súpufundur með Sindra Sigurgeirssyni á morgun

0
138

Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga heldur súpufund með Sindra Sigurgeirssyni formanni Bændasamtaka Íslands miðvikudaginn 27. nóvember kl. 11:00 í Dalakofanum á Laugum.

Sindri Sigurgeirsson. Mynd: Hörður Kristjánsson.
Sindri Sigurgeirsson. Mynd: Hörður Kristjánsson.

Á fundinum verður fjallað um nýliðun í landbúnaði og helstu málin sem bændasamtökin eru að vinna að þessa dagana.
Að loknu erindi verður unnið að tillögum fyrir búnaðarþing.