Vegna tímabundins heitavatnsskorts verður sundlaugin á Laugum lokuð í fyrramálið, föstudaginn 20. nóvember. “Við vonum að þetta verði komið í lag fyrir opnun á laugardaginn”, segir í tilkynningu frá forstöðumanni sundlaugarinnar.

Ræktin verður einnig lokuð í fyrramálið, en opin eftir hádegi á morgun kl. 14 – 17.