Sumargöngur, Kvenfélags Ljósvetninga.

0
273

Kvenfélag Ljósvetninga hefur staðið fyrir og skipulagt gönguferðir s.l. 8 sumur. Árið 2009 var haldin heilsuvika í Þingeyjarsveit, þar buðu hin ýmsu félög uppá heilsutengda hreyfingu, og þar bauð Kvenfélag Ljósvetninga uppá göngu, sunnan við Ljósavatn. Sumarið 2010 voru Kvenfélag Fnjóskdælinga og Kvenfélag Ljósvetninga með sameiginlegar kvöldgöngur. Frá árinu 2011 hefur Kvenfélag Ljósvetninga skipulagt og auglýst gönguferðir, og boðið alla velkomna með, síðustu 2 ár hefur verið minnt á ferðir og birtar myndir á facebook síðunni “Sumargöngur”. Gengið hefur verið á kvöldin um ýmsa fallega staði hér i nágrenninu. Mæting er misgóð eins og gengur, og veðrið hefur alltaf áhrif. Þetta hafa alltaf verið skemmtilegar, fræðandi og endurnærandi göngur. Hér eru nokkur dæmi um gönguleiðir:

Ganga undir leiðsögn Friðriku Sigurgeirsdóttur um

Aldey að Aldeyjarfossi, Hermann Herbertsson hefur haft leiðsögn nokkrum sinnum í Fnjóskadal t.d. göngu að Sörlastöðum og út í tunguna milli Bakkaár og Fnjóskár, Gengið út í Bjargarkrók undir leiðssögn systkinana Hlöðvers og Sólveigar frá Björgum, uppá Hálshnúk, Níphólstjörn, Kambsárgil, yfir Gönguskarð, í Fossselsskógi, á Hálsmelum, í Vaglaskógi, uppað Finnbogasteini í Kinnarfelli, við Goðafoss undir leiðsögn Helgu A Erlingsdóttur, sunnan við Ljósavatn, Hólagerðistjörn, frá Öxaarábrú að Þorgeirskirkju, í Skuggabjargarskógi, Þingmannaleið að grjóthleðslu og niður í Eyjafjörð. Oft hafa heimamenn sem þekkja til, verið með í göngum og þá sagt ýmislegt fróðlegt og áhugavert.

við Þorgeirskirkju
við Þorgeirskirkju
foss í Kambsárgili
foss í Kambsárgili
Hólagerðistjörn í Ljósavatnsskarði
Hólagerðistjörn í Ljósavatnsskarði
séð vestur Ljósavatnsskarð
séð vestur Ljósavatnsskarð
áð við Finnbogastein
áð við Finnbogastein
horft af Hálshnjúk
horft af Hálshnjúk
á toppi Hálshnjúks
á toppi Hálshnjúks
hlaðin fjárrétt, Tungunni í Fram-Fnjóskadal
hlaðin fjárrétt, Tungunni í Fram-Fnjóskadal
Hansensgat í gljúfrinu við Fosshól
Hansensgat í gljúfrinu við Fosshól
Dauðatangi og Dauðavík við Ljósavatn
Dauðatangi og Dauðavík við Ljósavatn