Sumaraftan í Þorgeirskirkju

0
196

Nú endurtökum við dagskrána frá því í sumar í Ljósavatnskirkju og eigum saman kvöldstund í kirkju, þar sem flutt verður í tali og tónum dagskrá sem haldin er uppi af tónlist eftir þingeysku tónskáldin: Áskel Jónsson, Pál H Jónsson, Friðrik Jónsson og Björgu Björnsdóttur.

Úr Þorgeirskirkju. Mynd. Kristín María Hreinsdóttir.
Úr Þorgeirskirkju. Mynd. Kristín María Hreinsdóttir.

Sr. Sunna Dóra Möller flytur hugleiðingar á milli tónlistaratriða, þar sem sótt er í efni um: Trú von og kærleik. Um tónlistarflutning sjá: Dagný Pétursdóttir, Kristín María Hreinsdóttir, Hrund Hlöðversdóttir, Margrét Snorradóttir ásamt Daníel Þorsteinssyni á orgel/piano.

 

 

Þorgeirskirkja 31. ágúst kl. 20:30
Aðgangur ókeypis, en tekið við frjálsum framlögum við inngang í Tónlistarsjóð Þorgeirskirkju.

Nánar: http://sumaraftan.tumblr.com/