Styrktarsjóður Einarsstaðakirkju stofnaður

0
159

Sóknarnefnd Einarsstaðasóknar hefur stofnað styrktarsjóð kirkjunnar. Hugmyndin er að bjóða velunnurum kirkjunnar að taka þátt í kostnaði við ýmsar framkvæmdir og eða endurbætur á kirkjunni, bæði hvað varðar kirkjuhúsið sjálft og starfið sem þar fer fram.

Hyggjumst við á hverju ári birta upplýsingar um hvað hefur safnast og í hvað fjármunir sjóðsins hafa verið notaðir.

Fyrsta verkefni sjóðsins verður að taka þátt í kostnaði við kaup á nýjum útvarpssendi, en sendirinn sem notast hefur verið við er barn síns tíma. Eins og margir hafa tekið eftir hafa gæði útsendingarinnar verið æði misjöfn og oft óviðunandi.

Þeir sem kjósa að leggja sjóðnum lið mega gjarna leggja inn á banakreikning sjóðsins í Sparisjóði Suður-Þingeyinga 1110-15-201723 kt:510169-1589

Sóknarnefnd Einarsstaðakirkju.