Stundin biðst afsökunar – Mistök við prentútgáfu

0
124

Stundin hefur beðist velvirðingar á rangfærslu í frétt sinni í dag er varðaði Valgerði Gunnarsdóttur alþingismanns, en í útskýringu í fréttinni, sem hefur verið birt á vef Stundarinnar, kemur fram að mistök við frágang prentútgáfu varð til þess að upphaf greinarinnar féllu út. Dv.is segir frá þessu í kvöld.

Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir

 

Eins og 641.is greindi frá í dag brást Valgerður og synir hennar illa við frétt Stundarinnar þar sem mátti skilja að þingmaðurinn og synir hennar hefðu breytt skólameistarahúsinu á Laugum í gistiheimili. Það er alrangt og hefur nú verið leiðrétt af hálfu Stundarinnar.

Frétt DV