Stórutjarnaskóli settur

0
278

Stórutjarnaskóli var settur miðvikudagskvöldið 26. ágúst s.l. Að þessu sinni hefur 41 nemandi nám á grunnskólastigi og 10 verða á leikskólastigi í Tjarnaskjóli. Þrátt fyrir blautt og heldur óskemmtilegt veður var ánægjulegt að sjá foreldra og aðstandendur koma með nemendum, enda er uppfræðsla barnanna samvinnuverkefni heimila og skóla, eins og Ólafur Arngrímsson skólastjóri kom að í setningarræðu sinni. Frá þessu segir á vef Stórutjarnaskóla.

Frá skólasetningunni. Mynd: Jónas Reynir Helgason
Frá skólasetningunni. Mynd: Jónas Reynir Helgason

 

 

 

Að loknum formlegheitum gengu nemendur í stofur sínar ásamt umsjónarkennurum sínum, fengu stundaskrár og spjölluðu um starfið framunda.

Fleiri myndir frá skólasetningunni má skoða hér.