Stórutjarnaskóli fær ræðupúlt að gjöf

0
465

Fyrir skömmu barst Stórutjarnaskóla afar góð gjöf. Það var Kristján Snæbjörnsson smiður á Laugum sem gaf skólanum forláta ræðupúlt sem hann og hans menn á Norðurpól smíðuðu. Púltið er í alla staði hið vandaðasta, smíðað úr beykilímtré og hnausþykku smíðajárni. Það mun því standast tímans tönn. Frá þessu er sagt á vef Stórutjarnaskóla

Ólafur Arngrímsson við ræðupúltið
Ólafur Arngrímsson við ræðupúltið

 

Nokkuð er síðan ræðupúltið var tekið í notkun og er mál manna að ræðumönnum mælist undantekningarlaust vel þegar þeir tala frá púltinu.

“Við í Stórutjarnaskóla viljum færa Kristjáni sérstakar þakkir fyrir þessa veglegu gjöf, sem á ótvírætt eftir að gagnast Stórutjarnaskóla vel í framtíðinni”, segir á vef Stórutjarnaskóla