Stórutjarnaskóla slitið

0
121

Stórutjarnaskóla var slitið í sumarblíðu miðvikudagskvöldið 1. júní við hátíðlega athöfn í troðfullum sal skólans. Fimm nemendur útskrifuðust úr 10. bekk að þessu sinni og þrír úr leikskóla. Leikskólinn mun þó starfa áfram fram að sumarlokun 7. júlí. Frá þessu segir á vef skólans

Útskriftarhópur 2016 ásamt Þórhalli Bragasyni
Útskriftarhópur 2016 ásamt Þórhalli Bragasyni

 

Kvenfélagskonur afhentu útskriftarnemum að venju „praktískar“ gjafir og Guðný Jónsdóttir hlaut viðurkenningu danska sendiráðsins fyrir bestan árangur í dönsku.

Nemendur 10. bekkjar færðu Þórhalli Bragasyni umsjónarkennara sínum hlýlegar gjafir í þakklætisskyni.
Inga Margrét Árnadóttir, sem kennt hefur við skólann frá árinu 2003, lætur nú af störfum og færði Ólafur skólastjóri henni þakkir og gjafir frá skólanum.

Nýr starfsmaður Stórutjarnaskóla er Anita Karin Guttesen sem mun að einhverju leiti taka við af Ingu Margréti auk þess sem að Anita starfar við leikskólann í sumar. Lesa nánar hér

Myndir hér