Stórtónleikar Hreims í Eldborgarsal Hörpu 24. mars

Einn meðlimur kórsins býður öllum í afmælið sitt - Myndband

0
303

Karlakórinn Hreimur verður með stórtónleika í Eldbogarsal Hörpu í Reykjavík laugardaginn 24. mars nk. kl 16:00. Síðastliðið vor sungu með kórnum Gissur Páll Gissurarson og Margrét Eir og koma þau nú aftur fram með kórnum á fyrstu stórtónleikum Karlakórsins Hreims í Eldborgarsal Hörpu.

Auk þeirra Gissur og Margrétar syngja einsöngvarar úr röðum kórmanna þeir Ásgeir Böðvarsson og Sigurður Ágúst Þórarinsson.

Með kórnum á sviðinu verður hljómsveit skipuð þeim Borgari Þórarinssyni, Pétri Ingólfssyni og Gunnari Illuga Sigurðssyni.

Efnisskrá kórsins er ákaflega fjölbreytt allt frá hefðbundnum karlakórssöng yfir í dægurlagatónlist. Á söngskrá hjá kórnum þetta kvöld eru meðal annars lög frá Vestmannaeyjum. Hress lög sem allir þekkja, skemmtilega útsett fyrir karlakór.

Karlakórinn Hreimur var stofnaður árið 1975 í Þingeyjarsýslu, hann hefur frá stofnun verið einn stærsti kór sýslunnar. Í dag er hann skipaður um 60 mönnum sem flestir koma úr Þingeyjarsýslum. Stjórnandi kórsins er Steinþór Þráinsson og undirleikari Steinunn Halldórsdóttir.

Hreimur hefur á rúmlega 40 ára ferli gefið út fjölda hljómplatna og geisladiska, farið í níu utanlandsferðir og víða haldið tónleika í kirkjum, samkomuhúsum og á götum úti. Auk þess hefur kórinn sungið vítt og breytt um landið bæði einn og sér og ásamt fleiri kórum.

Hreimur hefur frá upphafi haft Ýdali í Þingeyjarsveit sem sýna bækistöð og heldur þar árlegan Vorfagnað með góðum gestum og hafa mörg þekkt nöfn sungið með kórnum í gegnum tíðina.

Einn meðlimur Hreims, Jónas Þór Viðarsson, ætlar að halda upp á afmælið sitt í Hörpu og í meðfylgjandi myndbandi býður hann öllum í afmælið sitt í Hörpu, svona í leiðinni.