Stórmót ÍR – Fréttir úr frjálsum

0
312

Stórmót ÍR í frálsíþróttum fór fram í Reykjavík um nýliðna helgi. Þetta hefur gjarnan verið það mót innanhúss sem Frjálsíþróttaráð HSÞ hefur stefnt á með sem mestri þátttöku.

Þó svo að hópurinn í ár væri líklega eitthvað minni en áður náðist engu að síður flottur árangur og fjölmargar bætingar komu í hús eða alls 15 talsins, auk þeirra meta sem nokkrir settu í frumraun sinni í sínum greinum. Fjórum sinnum áttum við fólk á palli,

Elísabet Ingvarsdóttir átti flott hlaup í 600m hlaupi 11 ára stúlkna og uppskar gullverðlaun fyrir vikið, Hlynur Aðalsteinsson tók brons í bæði 1500m og 3000m hlaupum og Þórhallur Arnórsson nældi sér í brons með yfir 7m kasti í kúluvarpi.

Á Stórmóti ÍR hefur lengi verið sú skemmtilega hefð að veita einnig viðurkenningu til þeirra sem eiga mestu bætinguna í hverri grein í hverjum flokki – og þá viðurkenningu fengu HSÞ-krakkarnir a.m.k. 4 sinnum. Frábært mót með flottum krökkum.

Öll úrslit mótsins má nálgast á mótaforriti FRÍ thor.fri.is