Stórhríðarspá næstu daga

0
93

Ekki er annað að sjá en að veturinn sé í garð genginn því næstu daga blæs köld norðanátt á landinu með snjókomu eða skafrennigni fyrir norðan, en bjartviðri syðra. Sannkölluð stórhríð geisar á Norður- og Austurlandi á morgun og fram á föstudag, án efa með tilheyrandi samgöngu- og rafmagsntruflunum á þeim slóðum. Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofu íslands

Veðurspá kl 9:00 á morgun
Veðurspá kl 9:00 á morgun

Norðanveðrið gengur varla niður fyrr en á sunnudag og mánudag og birtir þá jafnfram til í flestum landshlutum.

Þennan sama dag fyrir 40 árum gerði ofsaveður í Eyjafirði þ.a. skemmdir urðu á húsum og öflugar vindhviður færðu þungar vélar úr stað.

Veður.is