Stóra upplestrarkeppnin var haldin í 19. skipti á Húsavík sl. föstudag, 24. mars. Allir lesarar stóðu sig afar vel og gerður góður rómur að upplestri þeirra.

Í fyrsta sæti varð Klara Hrund Baldursdóttir, Borgarhólsskóla
Í öðru sæti varð Dagbjört Lilja Daníelsdóttir, Borgarhólsskóla
Í þriðja sæti varð Valdemar Hermannsson, Þingeyjarskóla

Keppendur voru 8 og komu frá Borgarhólsskóla, Reykjahlíðarskóla og Þingeyjarskóla.