Stígvélakast meðal keppnisgreina á Landsmóti 50+ á Húsavík 2014

0
88

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið helgina 20-22. júní 2014 á Húsavík, en tímasetningin var ákveðin á fundi landsmótsnefndar á Húsavík sl.föstudag. Keppt verður í hinum ýmsu íþróttagreinum á mótinu og þar á meðal eru Skotfimi og Bogfimi, sem eru nýjar keppnisgreinar og svo Stígvélakast með frjálsri aðferð, sem er alveg ný keppnisgrein á Landsmóti 50+ og verður eflaust hin mesta skemmtun.

Landsmót 50+ á Húsavík 2014.
Landsmót 50+ á Húsavík 2014.

Aðrar keppnisgreinar eru hefðbundnari, en þær eru eftirtaldar: Almenningshlaup,  Boccia, Bridds, Frjálsar íþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Ringó,  Hjólreiðar, Línudans, Pútt, Skák,  Starfsíþróttir, Sund, Þríþraut, Stradblak og venjulegt Blak.

 

Eins og áður segir fer keppnin fram á Húsavík, en hluti þríþrautarinnar verður á Laugum.

 

Þingeyingar 50 ára og eldri, eru hvattir til þátttöku í mótinu á næsta ári sem og Landsmóti 50+ sem verður í Vík í Mýrdal 7-9. júní nk.