Steingrímur leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi

0
261

Félagar í Vinstri-hreyfingunni – grænu framboði samþykktu í gær framboðslista VG fyrir Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Félagsfundur VG fyrir allt kjördæmið var haldinn á Sel Hóteli í Mývatnssveit. Frá þessu segir á rúv.is í dag.

Steingrímur J Sigfússon
Steingrímur J Sigfússon

Efst á lista eru þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sem voru í þeim sætum í síðustu kosningum.

Björn Valur Gíslason varaformaður VG er í þriðja sæti en hann var á lista í Reykjavík Norður, þegar síðast var kosið til þings.

Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari er í fjórða sæti. Listi Vinstri grænna:

1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum, Þistilfirði
2. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
3. Björn Valur Gíslason, stýrimaður og varaformaður VG, Akureyri
4. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
5. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings, Húsavík.
6. Berglind Häsler, bóndi, matvælaframleiðandi og tónlistarmaður, Karlsstöðum, Djúpavogi
7. Edward H. Huijbens, prófessor, Akureyri
8. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði
9. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Þingeyjarsveit
10. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Egilsstöðum
11. Aðalbjörn Jóhannsson, verkefnastjóri á æskulýðssviði og nemi, Norðurþingi
12. Harpa Guðbrandsdóttir, gjaldkeri hjá Íslandspósti, Akureyri
13. Gunnar S. Ólafsson, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
14. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri
15. Kristján Eldjárn Hjartarson, bygginga- og búfræðingur, Tjörn, Dalvík
16. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
17. Kjartan Benediktsson, smiður, Akureyri
18. María Hjarðar, nemi, Egilsstöðum
19. Þorsteinn Gunnarsson, sérfræðingur, Rannís og fyrrv. rektor Háskólans á Akureyri, Akureyri
20. Kristín Sigfúsdóttir, umhverfisfræðingur og framhaldsskólakennari, Akureyri.