Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi var samþykktur einróma á aukafundi kjördæmisráðs á Akureyri í kvöld. Steingrímur J. Sigfússon verður í efsta sæti listans. Edward Hujibens, nýkjörinn varaformaður flokksins, verður í fjórða sæti. Á undan honum í röðinni eru Bjarkey Olsen Gunnarsdótti, þingmaður og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari.
Listi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi
- Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum
- Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði
- Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað
- Edward H. Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, prófessor, Akureyri
- Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
- Berglind Häsler, bóndi og matvælaframleiðandi, Djúpavogshreppi
- Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri
- Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Dæli
- Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Egilsstöðum
- Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði
- Aðalbjörn Jóhannsson, nemi, Húsavík
- Helgi Hlynur Ásgrímsson, sjómaður, Borgarfirði eystri
- Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi og varaformaður Ungra bænda, Björgum
- Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson, smiður, Dalvík
- Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík
- Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði
- Þórunn Hrund Óladóttir, kennari, Seyðisfirði
- Hrafnkell Freyr Lárusson, doktorsnemi, Breiðdalsvík
- Þorsteinn V. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og fyrrv. rektor, Akureyri
- Kristín Sigfúsdóttir, fyrrv. framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Akureyri