Stefnubreyting hjá sveitarstjórn – Krílabær færður undir Þingeyjarskóla

0
190

Á 171. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var sl. fimmtudag var tekið fyrir bréf frá fjórum starfsmönnum leikskólans Krílabæjar í Reykjadal þar sem þeir lýsa yfir óánægju sinni vegna óvissu um framtíðarskipulag og starfsemi leikskólans. Í tillögu sem samþykkt var í sveitarstjórn þann 18. desember s.l. um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla kom fram að í þeim breytingum sem fyrirhugaðar væru á starfsemi Þingeyjarskóla, yrði leikskólinn Krílabær sjálfstæð stofnun.

Krílabær 2
Leikskólinn Krílabær

Samþykkt var á sveitarstjórnarfundinum að hverfa frá þeirri tillögu sem samþykkt var í desember sl. að leikskólinn Krílabær verði sjálfstæð stofnun og verður hann þess í stað áfram leikskóladeild við Þingeyjarskóla líkt og leikskólinn Barnaborg í Aðaldal.

Sjá fundargerð 171. fundar sveitarstjórnar hér