Stafar lýðheilsu Íslendinga hætta af innflutningi á ferskum matvælum ?

Opinn fundur um málefnið á Fosshótel Húsavík

0
214

Framsýn stendur fyrir opnum fundi um innflutning á ferskum matvælum á morgun, laugardaginn 8. apríl kl. 11:00, á Fosshótel Húsavík. Karl G Kristinsson prófessor og yfirlæknir á sýklafræðideild Landsspítalas og Vilhjálmur Svansson dýralæknir og veirufræðingur á Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keldum, flytja erindi á fundinum.

Framsýn hefur fengið tvo af færustu sérfræðingum landsins á þessu sviði til að vera gestir á fundi félagsins sem haldinn verður á Fosshótel Húsavík laugardaginn 8. apríl kl. 11:00. Boðið verður upp á súpu, brauð og kaffi. Áætlað er að fundurinn standi yfir í tvo tíma.

Til að anna eftirspurn og háværum kröfum um ódýrara kjöt hefur verksmiðjubúskapur tekið við hefðbundnum landbúnaði víða um heim. Til að auka framleiðni og hraða vexti dýra hafa þessi bú notað hormóna og sýklalyf í óhóflegu magni. Þetta er nú að koma í bakið á neytendum, m.a. með stóraukinni tíðni sýlalyfjaónæmra baktería og auknum dauðsföllum vegna þess að sýklalyf virka ekki í æ fleiri tilvikum.