Sprengingar hafnar í Fnjóskadal

0
307

Sl.laugardag var fyrsta sprenging framkvæmd fyrir Vaðlaheiðargöngum við Skóga í Fnjóskadal. Þegar er búið að sprengja 2.695 metra frá Eyjafirði en gangagreftri þar var hætt í bili í lok ágúst og borinn fluttur yfir í Fnjóskadal og stefnt að því að grafa um 2.000 metra austan frá. Til að byrja með er farið varlega og lítið sprengt í einu og einnig notast við gröfu með fleyghamar til að losa um bergið. Frá þessu segir á vef Vaðlaheiðarganga

Fulltrúar Þingeyjarsveitar ásamt gangamönnum. Mynd af facebooksíðu Vaðlaheiðarganga
Fulltrúar Þingeyjarsveitar ásamt gangamönnum. Mynd af facebooksíðu Vaðlaheiðarganga

Fulltrúar Þingeyjarsveitar fengu kynningu á verkinu og skoðuðu framkvæmdasvæðið í Fnjóskadal sl. fimmtudag og hófst þá gangagerðin með formlegum hætti Fnjóskadalsmegin. Fulltrúar Þingeyjarsveitar fengu þó ekki að sprengja við það tækifæri.

Skoða má fleiri myndir á facebooksíðu Vaðlaheiðarganga

 

 

Borinn að störfum. Mynd af facebooksíðu Vaðlaheiðarganga
Borinn að störfum. Mynd af facebooksíðu Vaðlaheiðarganga