Spá um gasdreifingu

0
107

Nú um helgina er búist við lægðagangi yfir landið með tilheyrandi breytingum í vindátt. Spáin verður þá flókin og getur verið erfitt að henda reiður á því hvar mengunin er og hvert hún stefnir. Það jákvæða er að sífelldir snúningar í vindátt ættu að þýða að gasið staldri ekki lengi við á hverjum stað. Eftir helgi er síðan búist við suðaustan- og sunnanátt verði ríkjandi og er útlit fyrir hvassan vind með köflum. Frá þessu segir á vef Veðurstofunnar.

Gasdreifingarspá Veðurstofunnar í dag
Gasdreifingarspá Veðurstofunnar í dag

Spáin er svohljóðandi:
Laugardagur: Suðaustlæg eða breytileg átt. Búast má við gasmengun einkum vestur af eldstöðinni. Mengunarsvæðið nær u.þ.b. frá Húsavík að Blönduósi, á hálendinu suður á Suðurland.
Sunnudagur: Vestlæg átt. Búast má við gasmengun á Austurlandi.