Soroptimistar roðagylla heiminn í 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi

0
140

25.nóvember er dagurinn sem Sameinuðu þjóðirnar völdu til að varpa ljósi á að ofbeldi gegn konum er alþjóðlegt vandamál sem kemur upp í öllum samfélögum og menningarheimum. Ofbeldi gegn konum er aldrei einkamál heldur samfélagslegt vandamál sem hefur áhrif á milljónir kvenna. Vitundarvakningin stendur yfir í 16 daga, fram að mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna þann 10.desember.

Soroptimistar um allan heim leggja lóð á vogarskálarnar til að vinna gegn kynbundnu
ofbeldi,helst með því að fræða konur um alvarleika og birtingarmyndir kynbundins ofbeldis en einnig að vekja samfélög til meðvitundar um þetta vandamál með því að
roðagylla heiminn, #orangetheworld

Soroptimistar á Íslandi eru um 600 talsins, konur um allt land í 19 klúbbum og eru amk.14 þeirra með einhverskonar vakningu þessa daga. Blásið er til viðburða víða á landinu á í dag, 25.nóvember sem leiddir eru af Soroptimistum. Ljósagöngur farnar víða,
kirkjur og byggingar lýstar upp í roðagylltum lit, fyrirlestrar og samkomur ýmisskonar. Allt til þess að auka vitneskju fólks um allskonar birtingamyndir kynbundins ofbeldis gegn konum og stúlkum.