Sögur úr sveitinni litu við í fjárhúsunum á Grýtubakka hjá Hólmfríði og Þórarni ádögunum og tóku upp meðfylgjandi myndband, þar sem verið var að marka og merkja lömb.

Að baki síðunnar standa bændur og áhugamenn sem vilja koma á framfæri myndefni og sögum frá hinum daglegu störfum íslenska bóndans, sem og fréttum af landbúnaði í hinum ýmsu myndum. Það er gert til að bæta ímynd bænda og auka þekkingu almennings á íslenskum landbúnaði.