Söfnun hafin fyrir foreldra stúlku sem lést í slysi

0
291

Sá sorglegi atburður varð á bænum Fjósatungu í Þingeyjarsveit 15. mars sl. að lítið stúlkubarn lést þegar hún varð fyrir lítilli vinnuvél. Hún hét Lilja Dóra Ástþórsdóttir og var eins og hálfs árs gömul.

Kerti

Lilja Dóra var eina barn foreldra sinna, sem eru ungir sauðfjárbændur. Aðstandendur og vinir þeirra hafa sett af stað fjársöfnun til aðstoðar foreldrum Lilju Dóru.

Tekið er á móti framlögum í Sparisjóði Suður-Þingeyinga á bankareikning númer: 1110-05-403050, kennitala 110883-4989.